Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. janúar 2025 19:26 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot. Í ljós hefur komið að fimm stjórnmálaflokkar hafa á undanförnum árum fengið greiðslur sem þeir áttu ekki að fá samkvæmt lögum. Flokkur fólksins er þó sá eini sem hefur ekki enn breytt skráningu í samræmi við lög. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið geta haft mikil pólitísk áhrif. Sérstaklega ef Flokki fólksins verði gert að endurgreiða peningana. „Það er nú illhugsanlegt að sjá það fyrir sér að ríkisstjórnarflokkur færi á einhverskonar kennitöluflakk og stofnaði nýjan flokk á grundvelli gjaldþrota hreyfingar,“ sagði Eiríkur í fréttum Stöðvar 2. „Það yrði allavega pólitískt mjög erfitt og erfitt fyrir samstarfsflokkana líka að verja slíkt. Manni virðist á mörgu sem fram hefur komið að þarna hafi sannarlega verið ofgreitt fé og hingað til hefur það verið þannig að ofgreiði ríkið fé, þá beri fólki að endurgreiða það.“ „Allir bótaþegar í landinu hafa fengið að upplifa eitthvað slíkt, eða margir þeirra.“ Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið og viðtal við Ingu Sæland, þar sem hún segir að Flokkur fólksins færi í þrot ef þeim verður gert að greiða peningana til baka. Þar á eftir má sjá ummæli Eiríks. Algjör úlfakreppa Eiríkur segir að verði niðurstaðan sú að flokknum beri að endurgreiða þetta og þau neita því, sé í sjálfu sér ekkert sem neinn getur gert. Hins vegar geti mögulega verið hægt að semja um að greiðslur til einhverra ára en til þess þurfi samningsvilja hjá leiðtogum Flokks fólksins. „Pólitískt myndi þetta setja ríkisstjórnina í algjöra úlfakreppu. Það á fyrstu metrum í starfi hennar,“ sagði Eiríkur. Hann sagði mál sem þetta geta undið upp á sig og orðið illviðráðanleg í stjórnmálalegu tilliti. Eiríkur telur að það hjálpi Flokki fólksins mjög að fleiri flokkar hafi ranglega fengið greiðslur á undanförnum árum. „Það er auðvitað samt smá munur á því hvort þetta sé bara eitthvað tímabundið mál, sem var þarna fyrsta árið eftir að þessi nýju lög taka gildi eða hvort að staðan sé viðvarandi. Mér finnst það breyta ansi miklu varðandi pólitíska stöðu en varðandi endurgreiðslurnar yrðu allir jafnt krafðir um þær, hvort sem það væri til skemmri eða lengri tíma.“ Óþægilegt mál á fyrstu metrunum Eiríkur sagði tilfinningu hans á þá leið að ansi mörg vandræðamál hafi skotið upp kollinum hjá Flokki fólksins á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. „Fréttaflutningur hefur verið ansi mikill í kringum vandræðagang hjá honum [Flokki fólksins]. Eðli samsteypustjórna er þannig að þegar einn stjórnarflokkurinn lendir í vandræðum, þá færist það auðvitað yfir á alla ríkisstjórnina. Forystumenn samstarfsflokkanna, og alveg sér í lagi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að taka á slíku máli og ræða það almennilega og hreint út við þjóðina.“ „Það þýðir ekkert að fara undan í flæmingi í þeim efnum.“ Eiríkur sagði stjórnmálaöfl hafa komist í kringum allskonar hindranir í gegnum árin en þetta mál snerist í raun um viðmót og hvernig svona máli væri mætt. „Ef að fólk ætlar að læsast í einhverri afneitun þá er það erfitt. En um leið og stjórnmálaflokkar sýna skilning og samstarfsvilja og biðjast jafnvel afsökunar á einhverjum yfirsjónum, er vel hægt að vinna sig út úr slíkum málum. Það eru viðbrögðin sem ráða þessu en ekki bara eðli máls,“ sagði Eiríkur. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Í ljós hefur komið að fimm stjórnmálaflokkar hafa á undanförnum árum fengið greiðslur sem þeir áttu ekki að fá samkvæmt lögum. Flokkur fólksins er þó sá eini sem hefur ekki enn breytt skráningu í samræmi við lög. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið geta haft mikil pólitísk áhrif. Sérstaklega ef Flokki fólksins verði gert að endurgreiða peningana. „Það er nú illhugsanlegt að sjá það fyrir sér að ríkisstjórnarflokkur færi á einhverskonar kennitöluflakk og stofnaði nýjan flokk á grundvelli gjaldþrota hreyfingar,“ sagði Eiríkur í fréttum Stöðvar 2. „Það yrði allavega pólitískt mjög erfitt og erfitt fyrir samstarfsflokkana líka að verja slíkt. Manni virðist á mörgu sem fram hefur komið að þarna hafi sannarlega verið ofgreitt fé og hingað til hefur það verið þannig að ofgreiði ríkið fé, þá beri fólki að endurgreiða það.“ „Allir bótaþegar í landinu hafa fengið að upplifa eitthvað slíkt, eða margir þeirra.“ Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið og viðtal við Ingu Sæland, þar sem hún segir að Flokkur fólksins færi í þrot ef þeim verður gert að greiða peningana til baka. Þar á eftir má sjá ummæli Eiríks. Algjör úlfakreppa Eiríkur segir að verði niðurstaðan sú að flokknum beri að endurgreiða þetta og þau neita því, sé í sjálfu sér ekkert sem neinn getur gert. Hins vegar geti mögulega verið hægt að semja um að greiðslur til einhverra ára en til þess þurfi samningsvilja hjá leiðtogum Flokks fólksins. „Pólitískt myndi þetta setja ríkisstjórnina í algjöra úlfakreppu. Það á fyrstu metrum í starfi hennar,“ sagði Eiríkur. Hann sagði mál sem þetta geta undið upp á sig og orðið illviðráðanleg í stjórnmálalegu tilliti. Eiríkur telur að það hjálpi Flokki fólksins mjög að fleiri flokkar hafi ranglega fengið greiðslur á undanförnum árum. „Það er auðvitað samt smá munur á því hvort þetta sé bara eitthvað tímabundið mál, sem var þarna fyrsta árið eftir að þessi nýju lög taka gildi eða hvort að staðan sé viðvarandi. Mér finnst það breyta ansi miklu varðandi pólitíska stöðu en varðandi endurgreiðslurnar yrðu allir jafnt krafðir um þær, hvort sem það væri til skemmri eða lengri tíma.“ Óþægilegt mál á fyrstu metrunum Eiríkur sagði tilfinningu hans á þá leið að ansi mörg vandræðamál hafi skotið upp kollinum hjá Flokki fólksins á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. „Fréttaflutningur hefur verið ansi mikill í kringum vandræðagang hjá honum [Flokki fólksins]. Eðli samsteypustjórna er þannig að þegar einn stjórnarflokkurinn lendir í vandræðum, þá færist það auðvitað yfir á alla ríkisstjórnina. Forystumenn samstarfsflokkanna, og alveg sér í lagi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að taka á slíku máli og ræða það almennilega og hreint út við þjóðina.“ „Það þýðir ekkert að fara undan í flæmingi í þeim efnum.“ Eiríkur sagði stjórnmálaöfl hafa komist í kringum allskonar hindranir í gegnum árin en þetta mál snerist í raun um viðmót og hvernig svona máli væri mætt. „Ef að fólk ætlar að læsast í einhverri afneitun þá er það erfitt. En um leið og stjórnmálaflokkar sýna skilning og samstarfsvilja og biðjast jafnvel afsökunar á einhverjum yfirsjónum, er vel hægt að vinna sig út úr slíkum málum. Það eru viðbrögðin sem ráða þessu en ekki bara eðli máls,“ sagði Eiríkur.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27