Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. janúar 2025 21:53 Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Ölfusi. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“ Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“
Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50