Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 12:24 Bryndís Haraldsdóttir situr í ráðinu og segir hún mikilvægt að taka hótanirnar alvarlega. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“ Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“
Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45