Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar 29. janúar 2025 15:02 Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun