Staða viðræðna valdi „miklum vonbrigðum“ Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2025 09:41 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Umboðsmaður barna segir stöðu kjaraviðræðna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkið hins vegar valda miklum vonbrigðum. Í yfirlýsingu Umboðsmann, sem ber yfirskriftina, Réttindi barna og verkföll kennara, segir að að óbreyttu muni verkföll kennara hefjast að nýju 1. febrúar. Boðuð hafi verið ótímabundin verkföll í fjórtán leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Þá megi einnig reikna með að verkföll verði í framhaldsskólum og tónlistarskólum, en upplýsingar um fyrirkomulag þeirra verkfalla liggja ekki fyrir. Börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar „Það er sérstaklega þungbært að verkfallsaðgerðir komi aftur til með að bitna á börnum í þeim fjórum leikskólum sem voru í verkfalli frá 29. október til 22. nóvember. Þá hefur umboðsmaður barna miklar áhyggjur af börnum sem eru í viðkvæmri stöðu m.a. fötluðum börnum og börnum sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.“ Fyrir sum börn séu leikskólar og grunnskólar griðastaðir sem veiti öryggi sem þau njóta ekki annars staðar. Þá verði ekki litið fram hjá því að þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur séu börn skólaskyld og þau eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Huga verði sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu Það sé mikilvægt að hugað verði sérstaklega að stöðu fatlaðra barna og að komið verði í veg fyrir að þessi viðkvæmi hópur barna verði fyrir þjónusturofi. Umboðsmaður barna taki undir ályktun Umhyggju, Þroskahjálpar, Einhverfusamtakanna, Sjónarhóls og ÖBÍ frá 28. janúar varðandi stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. „Það er grundvallarhagsmunamál fyrir öll börn að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum og að samningar náist sem tryggja stöðugleika í skólakerfinu.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Réttindi barna Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49 Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15 „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. 29. janúar 2025 19:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Í yfirlýsingu Umboðsmann, sem ber yfirskriftina, Réttindi barna og verkföll kennara, segir að að óbreyttu muni verkföll kennara hefjast að nýju 1. febrúar. Boðuð hafi verið ótímabundin verkföll í fjórtán leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Þá megi einnig reikna með að verkföll verði í framhaldsskólum og tónlistarskólum, en upplýsingar um fyrirkomulag þeirra verkfalla liggja ekki fyrir. Börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar „Það er sérstaklega þungbært að verkfallsaðgerðir komi aftur til með að bitna á börnum í þeim fjórum leikskólum sem voru í verkfalli frá 29. október til 22. nóvember. Þá hefur umboðsmaður barna miklar áhyggjur af börnum sem eru í viðkvæmri stöðu m.a. fötluðum börnum og börnum sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.“ Fyrir sum börn séu leikskólar og grunnskólar griðastaðir sem veiti öryggi sem þau njóta ekki annars staðar. Þá verði ekki litið fram hjá því að þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur séu börn skólaskyld og þau eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Huga verði sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu Það sé mikilvægt að hugað verði sérstaklega að stöðu fatlaðra barna og að komið verði í veg fyrir að þessi viðkvæmi hópur barna verði fyrir þjónusturofi. Umboðsmaður barna taki undir ályktun Umhyggju, Þroskahjálpar, Einhverfusamtakanna, Sjónarhóls og ÖBÍ frá 28. janúar varðandi stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. „Það er grundvallarhagsmunamál fyrir öll börn að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum og að samningar náist sem tryggja stöðugleika í skólakerfinu.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Réttindi barna Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49 Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15 „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. 29. janúar 2025 19:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49
Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15
„Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. 29. janúar 2025 19:31