Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 14:20 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Hér má sjá skiltið umdeilda. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar. Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar.
Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent