Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 10:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026. Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05