Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 14:04 Frá fundinum á Hellu þar sem fólk spurði fjölmargra spurninga vegna verkefnisins og fékk svör til baka. Aðsend Landsvirkjun leitar nú logandi ljósi að gistingu fyrir starfsfólk sitt á Suðurlandi vegna mikilla framkvæmda á svæðinu næstu þrjú árin, ekki síst í kringum Búrfell og þar í kring. Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend
Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira