Baráttukonur minnast Ólafar Töru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 11:47 Ólafar Töru Harðardóttur baráttukonu er minnst með hlýhug. Vísir/Samsett Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún. Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún.
Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18