Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 21:04 „Samborgari ársins 2024“ í Rangárþingi ytra, Pálína S. Kristinsdóttir í söluskálanum sínum, sem heitir Landvegamót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra. Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira