Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 13:05 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg en fundurinn fór fram á Selfossi í gær. Lopapeysuna fékk hann í jólagjöf frá konunni sinni, sem hún prjónaði á manninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira