Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 13:05 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem var gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn í Árborg en fundurinn fór fram á Selfossi í gær. Lopapeysuna fékk hann í jólagjöf frá konunni sinni, sem hún prjónaði á manninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps var gestur á opnum fundi í vöfflukaffi Framsóknarflokksins í Árborg, sem fór fram á Selfossi í gær. Á fundinum fór Haraldur vítt og breitt yfir sviðið í sveitarfélaginu og ræddi meðal annars um orkumál og virkjanaframkvæmdir, sameiningarmál sveitarfélaga og um þá staðreynd að það væru níu orkusalar á Íslandi með öll sín mismunandi verð. Í dag eru íbúar Skeiða og Gnúpverjahrepps 630 en þeim mun fjölga mikið næstu árin því það á að byggja 500 nýjar íbúðir í byggðakjarnanum í Árnesi vegna mikilla umsvifa í sveitarfélaginu. „Heyrðu, við erum á lokametrunum að klára skipulag. Í Árnesi í dag eru tæplega 30 íbúðir og við erum að skipuleggja hátt í 500 íbúðir, lóðir fyrir 500 íbúðir. Það er gríðarlega uppbygging farin af stað, bæði í þessum virkjunarmálum og svo hjá Bláa lóninu upp í Þjórsárdal og við erum bara að undirbúa það að það verði mikil fjölgun í sveitarfélaginu á næstu árum. Við ætlum að standa okkar plikt í því að hafa nægar lóðir og að það verði byggt mikið af íbúðarhúsnæði,“ segir Haraldur Þór. Íhugulir fundarmenn á fundinum með Haraldi Þór.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Haraldur Þór segir að nú þegar sé sveitarfélagið byrjað að framkvæma og byggja í Árnesi til að hafa alla innviði klára fyrir það sem framundan er. „Við erum að byggja alla innviðina. Við erum að byggja mjög stórt íþróttahús núna og búin að vera í mikilli stefnumótun, ný skólastefna og heildstætt starf. Við ætlum að vera tilbúin þegar íbúarnir koma til þess að starfa í öllum þessum verkefnum, sem verða byggð upp á vegum ferðaþjónustu þannig að þetta er mjög spennandi,“ segir Haraldur Þór. Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 630 í dag en á eftir að fjölga mjög mikið á næstu árum ef allar áætlanir ganga eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðaþjónusta Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira