Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 15:02 Kjartan Flosi klippir á borðann við opnun verksmiðjunnar í Smáralind í gær. Hagkaup opnuðu í gær Build-A-Bear-bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Fjöldi fólks lagði leið sína í bangsaverksmiðjuna og myndaðist löng röð fyrir opnunina. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear gefur viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa og hafa slíkar verksmiðjur notið gríðarlegra vinsælda síðustu tvo áratugi. Hinn fimm ára Kjartan Flosi aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega. Hann fékk í kjölfarið að verða fyrstur til að búa til bangsann sinn í Hagkaup Smáralind. Það myndaðist töluverð röð fyrir opnun bangsaverkmiðjunnar í gær. „Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralindina allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að,“ segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. Tilvonandi bangsaeigendur bíða spenntir eftir nýjum bangsa. Álagið varð svo mikið um tíma að vélin sem fyllir bangsana bilaði og því þurfti fylla bangsana handvirkt í smá stund. Orsakaði það smá spennu í eftirvæntingarfullum gestunum. „Við þurftum aðeins að biðja viðskipta vini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill,“ sagði Lilja. Fyrirtækið Build-a-Bear var stofnað árið 1997 í St. Louis í Missouri og var fyrsta bangsaverslunin opnuð sama ár í Saint Louis Galleria-verslunarmiðstöðin. Sjö árum síðar opnaði fyrsta verslunin utan Bandaríkjanna í Sheffield og í dag eru verksmiðjurnar 525 um allan heim. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind. Kátir verksmiðjustarfsmenn stilla sér upp með bangsahjörtum. Smáralind Verslun Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Bangsaverksmiðja Build-A-Bear gefur viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa og hafa slíkar verksmiðjur notið gríðarlegra vinsælda síðustu tvo áratugi. Hinn fimm ára Kjartan Flosi aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega. Hann fékk í kjölfarið að verða fyrstur til að búa til bangsann sinn í Hagkaup Smáralind. Það myndaðist töluverð röð fyrir opnun bangsaverkmiðjunnar í gær. „Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralindina allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að,“ segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. Tilvonandi bangsaeigendur bíða spenntir eftir nýjum bangsa. Álagið varð svo mikið um tíma að vélin sem fyllir bangsana bilaði og því þurfti fylla bangsana handvirkt í smá stund. Orsakaði það smá spennu í eftirvæntingarfullum gestunum. „Við þurftum aðeins að biðja viðskipta vini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill,“ sagði Lilja. Fyrirtækið Build-a-Bear var stofnað árið 1997 í St. Louis í Missouri og var fyrsta bangsaverslunin opnuð sama ár í Saint Louis Galleria-verslunarmiðstöðin. Sjö árum síðar opnaði fyrsta verslunin utan Bandaríkjanna í Sheffield og í dag eru verksmiðjurnar 525 um allan heim. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind. Kátir verksmiðjustarfsmenn stilla sér upp með bangsahjörtum.
Smáralind Verslun Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira