Fótbolti

Rashford genginn í raðir Villa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marcus Rashford mun leika með Aston Villa út tímabilið.
Marcus Rashford mun leika með Aston Villa út tímabilið. Carl Recine/Getty Images

Marcus Rashford er genginn í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United.

Lánssamningur Rashford við Aston Villa hafði legið í loftinu, en greint var frá því gær að samningaviðræður væru langt komnar.

Nú hefur Aston Villa staðfest á samfélagsmiðlum sínum að Rashford er mættur til liðsins, á láni út tímabilið.

Óhætt er að segja að Rashford hafi ekki beint verið í náðinni hjá Ruben Amorim, nýjum stjóra Manchester United. Leikmaðurinn hefur lítið sem ekkert spilað síðan Amorim tók við stjórnartaumunum og oftar en ekki hefur hann verið skilinn eftir utan hóps.

Amorim hefur verið opinn með það að Rashford þurfi að breyta hugarfari sínu til að eiga framtíð hjá félaginu.

Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur leikið allan sinn feril með Manchester United. Hann hefur skorað 87 mörk í 287 deildarleikjum fyrir félagið og þá á að hann að baki 60 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann hefur skorað 17 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×