Innlent

Fundi slitið og verk­föll hefjast á morgun

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm

Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag.

„Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann.

Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær verði boðið til fundar á nýjan leik.

„Það verður ekki fyrr en ég finn að aðilar hafi eitthvað að tala um. Það er þannig að þegar málin þróast svona og verkföll byrja þá verður andrúmsloft til samningsgerðar ekki léttara,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×