Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 09:00 Að greinast ungur með krabbamein er alltaf áfall og því fylgja ýmsar stórar áskoranir. Það sem gleymist oft að ræða er hvernig lífið verður eftir krabbameinsmeðferð. Hvernig heldur lífið áfram og hvenær er maður „læknaður“. Verður maður einhvern tíma samur eftir svona veikindi? Margir glíma við einhverskonar langvinnar eða síðbúnar afleiðingar sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs en samkvæmt erlendum rannsóknum búa um 50-60% lifenda við slíkar aukaverkanir. Í vitundarvakningu Krafts um þessar mundir er vísað til langtímaáhrifa krabbameins sem skuggamynd. „Skuggamyndin mín er óttinn við að greinast aftur með krabbamein“, “Skugginn minn er óttinn við að deyja frá strákunum mínum”, „Skugginn minn eru síðbúnu afleiðingarnar sem munu fylgja mér út lífið – orkuleysi, svitakóf, stirðleiki og vöðva- og beinverkir”. Þetta eru örfá dæmi um þau langtímaáhrif sem fylgir því að lifa af krabbamein.Færa má rök fyrir því að þessi áhrif séu enn meiri og þyngri í tilviki ungs fólks og þess vegna er svo mikilvægt að félag eins og Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein sé til staðar. Félagið leggur sig meðal annars fram um að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu eftir krabbameinsmeðferð og að lifa með afleiðingum sjúkdómsins. Hérlendis greindust að meðaltali um 1.990 manns með krabbamein á árunum 2019-2023. Í nýlegri spá er ætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella aukist um 53-57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Fjölgun lifenda má rekja til framfara í greiningu og meðferð. Í árslok 2022 voru 17.493 Íslendingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein, en árið 2040 er gert ráð fyrir að lifendur verði a.m.k. 27.000 talsins. Það er því augljós staðreynd að heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir miklum áskorunum um það hvernig það ætlar að þjónusta og styðja við þann fjölda fólks sem lifir eftir krabbameinsmeðferð. Samráðshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði í janúar 2024 skilaði inn aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til næstu fimm ára. Kraftur átti fulltrúa í hópnum og lagði þar sérstaka áherslu á bætta þjónustu og stuðning við fólk eftir krabbameinsmeðferð. Einn liður í því var að fólk fengi stafrænt vegabréf við útskrift þar sem koma fram upplýsingar um þá meðferð sem viðkomandi fékk, hvaða lyf, helstu aukaverkanir, síðbúnar afleiðingar og hverju þarf að fylgjast með í framtíðinni. Slíkt vegabréf væri leiðarvísir fyrir bæði sjúklinginn og heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að þjónustu við einstaklinginn í framtíðinni. Slíkt vegabréf er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem hefur fengið krabbamein. Til að tryggja að lifendur eftir krabbameinsmeðferð fái viðeigandi þjónustu og stuðning þarf að taka örugg og föst skref í að innleiða aðgerðir til að styðja fólk í þeirri vegferð. Aðgerðirnar þurfa að auka lífsgæði og vellíðan þeirra sem lifa með síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Kraftur skorar á nýjan heilbrigðisráðherra að taka rösklega til starfa og taka næstu skref í að innleiða þær aðgerðir sem starfshópurinn skilaði inn til heilbrigðisráðuneytisins á vormánuðum 2024. Verði það raunin má gera ráð fyrir að stafrænt vegabréf fyrir þá sem ljúka krabbameinsmeðferð verði að veruleika innan tveggja ára. Það væri stórt framfaraskref. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að greinast ungur með krabbamein er alltaf áfall og því fylgja ýmsar stórar áskoranir. Það sem gleymist oft að ræða er hvernig lífið verður eftir krabbameinsmeðferð. Hvernig heldur lífið áfram og hvenær er maður „læknaður“. Verður maður einhvern tíma samur eftir svona veikindi? Margir glíma við einhverskonar langvinnar eða síðbúnar afleiðingar sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs en samkvæmt erlendum rannsóknum búa um 50-60% lifenda við slíkar aukaverkanir. Í vitundarvakningu Krafts um þessar mundir er vísað til langtímaáhrifa krabbameins sem skuggamynd. „Skuggamyndin mín er óttinn við að greinast aftur með krabbamein“, “Skugginn minn er óttinn við að deyja frá strákunum mínum”, „Skugginn minn eru síðbúnu afleiðingarnar sem munu fylgja mér út lífið – orkuleysi, svitakóf, stirðleiki og vöðva- og beinverkir”. Þetta eru örfá dæmi um þau langtímaáhrif sem fylgir því að lifa af krabbamein.Færa má rök fyrir því að þessi áhrif séu enn meiri og þyngri í tilviki ungs fólks og þess vegna er svo mikilvægt að félag eins og Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein sé til staðar. Félagið leggur sig meðal annars fram um að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu eftir krabbameinsmeðferð og að lifa með afleiðingum sjúkdómsins. Hérlendis greindust að meðaltali um 1.990 manns með krabbamein á árunum 2019-2023. Í nýlegri spá er ætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella aukist um 53-57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Fjölgun lifenda má rekja til framfara í greiningu og meðferð. Í árslok 2022 voru 17.493 Íslendingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein, en árið 2040 er gert ráð fyrir að lifendur verði a.m.k. 27.000 talsins. Það er því augljós staðreynd að heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir miklum áskorunum um það hvernig það ætlar að þjónusta og styðja við þann fjölda fólks sem lifir eftir krabbameinsmeðferð. Samráðshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði í janúar 2024 skilaði inn aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til næstu fimm ára. Kraftur átti fulltrúa í hópnum og lagði þar sérstaka áherslu á bætta þjónustu og stuðning við fólk eftir krabbameinsmeðferð. Einn liður í því var að fólk fengi stafrænt vegabréf við útskrift þar sem koma fram upplýsingar um þá meðferð sem viðkomandi fékk, hvaða lyf, helstu aukaverkanir, síðbúnar afleiðingar og hverju þarf að fylgjast með í framtíðinni. Slíkt vegabréf væri leiðarvísir fyrir bæði sjúklinginn og heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að þjónustu við einstaklinginn í framtíðinni. Slíkt vegabréf er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem hefur fengið krabbamein. Til að tryggja að lifendur eftir krabbameinsmeðferð fái viðeigandi þjónustu og stuðning þarf að taka örugg og föst skref í að innleiða aðgerðir til að styðja fólk í þeirri vegferð. Aðgerðirnar þurfa að auka lífsgæði og vellíðan þeirra sem lifa með síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Kraftur skorar á nýjan heilbrigðisráðherra að taka rösklega til starfa og taka næstu skref í að innleiða þær aðgerðir sem starfshópurinn skilaði inn til heilbrigðisráðuneytisins á vormánuðum 2024. Verði það raunin má gera ráð fyrir að stafrænt vegabréf fyrir þá sem ljúka krabbameinsmeðferð verði að veruleika innan tveggja ára. Það væri stórt framfaraskref. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun