„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 11:48 Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United Vísir/Samsett mynd Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira