„Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 21:18 „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ spyr Helga Þórisdóttir. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem eru myndaðir úr öryggismyndavélum bíla, líkt og úr Teslum, gætu átt heimtingu á því að sjá myndefnið sem sýnir það. Þá þyrfti eigandi bílsins að afhenda myndefnið, en gæti þurft að passa upp á að afmá persónuupplýsingar af öðrum einstaklingum. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“
Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira