Innlent

„Svona endaði bar­áttan vegna skiltisins um­talaða“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skiltið umdeilda er komið niður.
Skiltið umdeilda er komið niður. Skúbb

Skilti sem stóð fyrir utan ísbúðina Skúbb ísgerð við Laugarásveg í Reykjavík er farið eftir að byggingarfulltrúinn í Reykjavík gerði ísbúðinni að fjarlægja það. Nýtt skilti eða merking er komin í glugga verslunarinnar.

„Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Skúbbs um mynd sem sýnir það þegar skiltið var tekið niður.

Í síðustu viku var greint frá því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefði hafnað kröfu Skúbbs um að fella úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans, sem var tekin í nóvember síðastliðnum.

Ákvörðunin byggði á því að ekki hefði legið fyrir byggingarleyfi fyrir skiltinu.

Í málflutningi Skúbbs var talað um að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau.

Þessi nágranni var borinn þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans.

Eigendur Skúbbs velta fyrir sér hvað sé til bragðs að taka.Vísir

Skiltið er komið niður, en Helgi segir að nú þurfi þeir, rekstraraðilar Skúbbs, að hugsa út fyrir kassann hvernig sé hægt að vekja athygli vegfarenda á ísbúðinni. 

Nú er komið annað skilti eða merking inn í glugga verslunarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×