Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 10:44 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, við setningu Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent