Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:32 Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Málefni trans fólks Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun