Sport

Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Tom Brady er hér með Brandon Graham, leikmanni Philadelphia Eagles.
 Tom Brady er hér með Brandon Graham, leikmanni Philadelphia Eagles. vísir/getty

Sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Tom Brady, mun lýsa Super Bowl á Fox í ár en þetta verður í fyrsta sinn sem hann lýsir stóra leiknum.

Brady er á sínu fyrsta ári sem lýsari í deildinni og hefur slegið í gegn. Það hefur enginn leikmaður farið oftar í Super Bowl og því fáir betri til að lýsa því hvernig sé að spila leikinn stóra.

Þeir sem lýsa leikjum í NFL-deildinni fá mikinn aðgang að liðunum. Mæta á æfingar og funda með leikmönnum og þjálfurum.

Brady hefur aftur á móti ekki mátt gera það því hann á 10 prósent hlut í Las Vegas Raiders. Þar af leiðandi fær hann minni aðgang en kollegar hans.

Stjórnarmenn deildarinnar setja þessar reglur en það verður aðeins slakað á þeim núna fyrir úrslitaleikinn.

Brady fær reyndar ekki að mæta á æfingar en hann fær að hitta þjálfara og leikmenn og krukka í hausnum á þeim varðandi hvað þeir ætla að gera til þess að lyfta Vince Lombardi bikarnum á sunnudag.

Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudag. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 22.00.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×