Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 11:07 Mannanafnanefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn í málinu. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að eiginnafnið Kanína verði fært í mannanafnaskrá. Nefndin telur að nafnið gæti orðið nafnbera til ama og segir því nei. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafnaði sömuleiðis eiginnafninu Birkirr þar sem vísað var í að ekki væri hefð fyrir þessum rithætti, en gaf grænt ljós á kvenkynsnöfnin Öxi, Fíóna, Rei og Bernadette, auk karlmannsnafnanna Hafgnýr, Omar, Aksel og Malcolm. Í úrskurðinum um nafnið Kanína segir að nafnin uppfylli skilyrði laga um íslenska eignafallsbeygingu, og almennar ritreglur. Hins vegar reyni á ákvæði um hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur að Kanína sé leitt af samnafninu kanína sem sé heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft sé höfð sem gæludýr. „Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurðinum. Í greinargerð með lögum um mannanöfnsegir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. „Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda. Telur mannanafnanefnd að nafnið Kanína geti orðið nafnbera til ama og uppfylli því ekki skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurðinum. Mannanöfn Tengdar fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafnaði sömuleiðis eiginnafninu Birkirr þar sem vísað var í að ekki væri hefð fyrir þessum rithætti, en gaf grænt ljós á kvenkynsnöfnin Öxi, Fíóna, Rei og Bernadette, auk karlmannsnafnanna Hafgnýr, Omar, Aksel og Malcolm. Í úrskurðinum um nafnið Kanína segir að nafnin uppfylli skilyrði laga um íslenska eignafallsbeygingu, og almennar ritreglur. Hins vegar reyni á ákvæði um hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur að Kanína sé leitt af samnafninu kanína sem sé heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft sé höfð sem gæludýr. „Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurðinum. Í greinargerð með lögum um mannanöfnsegir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. „Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda. Telur mannanafnanefnd að nafnið Kanína geti orðið nafnbera til ama og uppfylli því ekki skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurðinum.
Mannanöfn Tengdar fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47
Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05
Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05
Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32