Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2025 13:00 Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun