Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2025 12:05 Víðir var hætt kominn en bjargaði sér frá frekara klandri. „Ég segi að gamlir takar síðan ég æfði frjálsar, þar sem ég var sérlega góður í langstökki án atrennu hafi komið sér vel þarna,“ segir Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar sem féll við þegar hann rak sig í kantinn á ræðupúlti Alþingis við útbýttun þingsæta í gær. „Mér brá mjög mikið. Ég átti náttúrulega alls ekkert von á því að vera dreginn fyrstur út, því ég er náttúrulega svo aftarlega í stafrófsröðinni en þarna var dregið eftir töluröð. Þannig að þetta kom brátt upp og ég rek síðan tærnar svona skemmtilega í á kantinum á ræðupúltinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir að hann hafi í raun farið vitlausa leið að púltinu, hann hefði átt að labba fram fyrir það fyrst. „Þannig ég læt mér þetta bara að kenningu verða,“ segir Víðir hlæjandi. Hann segist ítrekað hafa fengið að heyra þau fleygu orð að fall sé fararheill í kjölfarið. Hann hafi tekið skjáskot af myndbandi Alþingisvefsins og sent vinum og vandamönnum. Það er alveg klassískt að svona gerist fyrsta daginn á nýjum vinnustað? „Það er algjörlega rétt hjá þér, þetta er algjörlega klassískt. En fall er fararheill sagði einhver við mig þegar ég staulaðist til baka og þetta er nú bara fyndið, maður verður líka að hafa húmor fyrir sjálfum sér.“ Víðir segist hlakka til komandi verkefna á nýju þingi. „Ég er farinn á fulla ferð og byrjaður að kafa í öll þessu mál. Ég hlakka gríðarlega til að sinna þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna.“ Víðir í sætinu sem hann dró við illan leik.Vísir/Vilhelm Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
„Mér brá mjög mikið. Ég átti náttúrulega alls ekkert von á því að vera dreginn fyrstur út, því ég er náttúrulega svo aftarlega í stafrófsröðinni en þarna var dregið eftir töluröð. Þannig að þetta kom brátt upp og ég rek síðan tærnar svona skemmtilega í á kantinum á ræðupúltinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir að hann hafi í raun farið vitlausa leið að púltinu, hann hefði átt að labba fram fyrir það fyrst. „Þannig ég læt mér þetta bara að kenningu verða,“ segir Víðir hlæjandi. Hann segist ítrekað hafa fengið að heyra þau fleygu orð að fall sé fararheill í kjölfarið. Hann hafi tekið skjáskot af myndbandi Alþingisvefsins og sent vinum og vandamönnum. Það er alveg klassískt að svona gerist fyrsta daginn á nýjum vinnustað? „Það er algjörlega rétt hjá þér, þetta er algjörlega klassískt. En fall er fararheill sagði einhver við mig þegar ég staulaðist til baka og þetta er nú bara fyndið, maður verður líka að hafa húmor fyrir sjálfum sér.“ Víðir segist hlakka til komandi verkefna á nýju þingi. „Ég er farinn á fulla ferð og byrjaður að kafa í öll þessu mál. Ég hlakka gríðarlega til að sinna þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna.“ Víðir í sætinu sem hann dró við illan leik.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira