Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2025 14:44 Nýja brúin er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes. Teikning/Vegagerðin Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. „Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009: Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009:
Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33
Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07