„Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason.
Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig?
„Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“
Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt.
„Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas.

Vissi ekki af rauðri viðvörun
„Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum.
Þú röltir þá bara um í þessu?
„Já.“

Hvernig var það?
„Bara fínt.“
Ekki aðdáandi vindsins
Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur.
„Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy.

Er þér ekki kalt?
„Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“