Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley

Valur Páll Eiríksson skrifar
Newcastle vann tvo örugga sigra á Arsenal og heldur á Wembley.
Newcastle vann tvo örugga sigra á Arsenal og heldur á Wembley. James Gill - Danehouse/Getty Images

Newcastle United mun keppa til úrslita í enska deildabikarnum á Wembley í Lundúnum þann 16. mars næst komandi. Liðið vann 2-0 sigur á Arsenal í gær.

Newcastle var með 2-0 forystu fyrir síðari undanúrslitaleikinn við Arsenal á St. James' Park í gærkvöld. Víkingur Heiðar Ólafsson var á meðal gesta og sá sína menn í Newcastle fagna sigri líkt og greint var frá á Vísi í morgun.

Newcastle vann annan 2-0 sigur á Arsenal og einvígið samanlagt 4-0. Jacob Murphy skoraði fyrra markið þegar hann fylgdi eftir skoti Alexanders Isak sem small í stönginni.

Snemma í síðari hálfleik skoraði hinn kantmaður Newcastle, Anthony Gordon, annað markið og 2-0 sigur niðurstaðan.

Newcastle er því á leiðinni á Wembley og mun mæta annað hvort Tottenham eða Liverpool í úrslitum. Tottenham leiðir undanúrslitaeinvígi liðanna 1-0 eftir fyrri leikinn í Lundúnum.

Liverpool og Tottenham mætast klukkan 20:00 í kvöld og leikurinn sýndur beint á Vodafone Sport.

Mörkin úr leik Newcastle og Arsenal má sjá í spilaranum.

Klippa: Mörkin sem skutu Newcastle á Wembley

Tengdar fréttir

Newcastle gerði grín að afsökun Arteta

Newcastle-menn nýttu tækifærið eftir að hafa slegið Arsenal út úr enska deildabikarnum í gærkvöld og gerðu grín að Mikel Arteta, stjóra Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×