„Það er allt á floti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:34 Nú vinnur Ingibjörg að því að ausa vatni úr húsinu. ingibjörg Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. „Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins. Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins.
Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira