Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 11:35 Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa sótt fram á þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Getty/Scott Peterson Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa enn sem komið er lítið tjáð sig um gagnsókn þessa en rússneskir herbloggarar tala um að árásirnar hafi verið gerðar með þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Hversu vel þessar árásir gengu er enn nokkuð óljóst en myndefni hefur samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war sýnt að þeir sóttu í einhverjum tilfellum fram um fimm kílómetra inn fyrir varnarlínu Rússa. Sóknir þessar voru gerður til austurs, suðaustur af bænum Sudzha, sem er stærsti bærinn sem Úkraínumenn stjórna enn í Kúrsk og helsta vígi þeirra. Daily Ukraine map thread for Thursday 6th February 2025Highlights: Ukrainian mechanized and motorized forces attacked towards Ulanok, Kursk, about 5-7 km from the line of contact this morning seemingly bypassing Cherkasskaya Konopelka. Geolocations show Ukrainian forces east of… pic.twitter.com/HUYUpgbUyi— Ukraine Control Map (@UAControlMap) February 6, 2025 Frá því Úkraínumenn komu Rússum á óvart með sókn þeirra inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, fyrir rétt rúmu hálfu ári, hefur yfirráðasvæði þeirra þar dregist töluvert saman. Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga Rússa og Norðurkóreumenn í Kúrsk á undanförnum mánuðum. Guardian segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa viðurkennt í samtali við tvo ríkisstjóra af svæðinu að ástandið í Kúrs sé „mjög erfitt“. Á fundinum með ríkisstjórunum hrósaði Pútín nokkrum stórfylkjum landgönguliða og fallhlífarhermanna, auk annarra sveita sem berjast gegn Úkraínumönnum í Kúrsk. ISW segir úkraínska hermenn í Kúrsk hafa haldið tugum þúsunda af bestu hermönnum Rússlands þar og í millitíðinni hafi ekki verið hægt að nota þá annarsstaðar á víglínunni, eins og í suðaustur Úkraínu, þar sem Rússar hafa lengi sótt hægt og rólega fram. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa enn sem komið er lítið tjáð sig um gagnsókn þessa en rússneskir herbloggarar tala um að árásirnar hafi verið gerðar með þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Hversu vel þessar árásir gengu er enn nokkuð óljóst en myndefni hefur samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war sýnt að þeir sóttu í einhverjum tilfellum fram um fimm kílómetra inn fyrir varnarlínu Rússa. Sóknir þessar voru gerður til austurs, suðaustur af bænum Sudzha, sem er stærsti bærinn sem Úkraínumenn stjórna enn í Kúrsk og helsta vígi þeirra. Daily Ukraine map thread for Thursday 6th February 2025Highlights: Ukrainian mechanized and motorized forces attacked towards Ulanok, Kursk, about 5-7 km from the line of contact this morning seemingly bypassing Cherkasskaya Konopelka. Geolocations show Ukrainian forces east of… pic.twitter.com/HUYUpgbUyi— Ukraine Control Map (@UAControlMap) February 6, 2025 Frá því Úkraínumenn komu Rússum á óvart með sókn þeirra inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, fyrir rétt rúmu hálfu ári, hefur yfirráðasvæði þeirra þar dregist töluvert saman. Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga Rússa og Norðurkóreumenn í Kúrsk á undanförnum mánuðum. Guardian segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa viðurkennt í samtali við tvo ríkisstjóra af svæðinu að ástandið í Kúrs sé „mjög erfitt“. Á fundinum með ríkisstjórunum hrósaði Pútín nokkrum stórfylkjum landgönguliða og fallhlífarhermanna, auk annarra sveita sem berjast gegn Úkraínumönnum í Kúrsk. ISW segir úkraínska hermenn í Kúrsk hafa haldið tugum þúsunda af bestu hermönnum Rússlands þar og í millitíðinni hafi ekki verið hægt að nota þá annarsstaðar á víglínunni, eins og í suðaustur Úkraínu, þar sem Rússar hafa lengi sótt hægt og rólega fram.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45