Josh Allen bestur í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Enginn háskóli hafði áhuga á Josh Allen er hann kom úr framhaldsskóla. Hann er núna verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar. vísir/getty Lokahóf NFL-deildarinnar, NFL Honors, fór fram í nótt en þá voru bestu leikmenn deildarinnar heiðraðir. Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00. NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00.
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira