Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun