Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:09 Fjölmörg tré brotnuðu á Stöðvarfirði. Aðsend Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Veðrið sem gekk yfir landið í gær og fyrradag lék íbúa á Stöðvarfirði sérstaklega grátt. Miklar skemmdir urðu þar á húsum og var bærinn allur á floti. Veðrið gekk niður um miðjan dag í gær þó svæðið hafi verið á hættustigi fram á kvöld. Hreinsunarstarf hófst í morgun á sama tíma og fór að snjóa. Mikið verk er fyrir höndum í Fjarðabyggð.Aðsend „Það var nú ekki það sem menn vonuðust til að fá ofan í þetta, snjó yfir allt. En að öðru leyti er mjög stillt veður og fínt,“ segir Margeir Margeirsson varðstjóri hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Mest hreinsunarstarf bíður í Stöðvarfirði og á Vatnsnesi. „Nú erum við komnir með mikið af starfsfólki frá Fjarðabyggð, tækjum og búnaði til að hreinsa upp. Það er bara verið að hreinsa upp tré, járnplötur, hús og annað sem fauk.“ Þakplötur rifnuðu af nokkrum húsum.Aðsend Margeir telur líklegt að hreinsunarstarf klárist að mestu í dag, enda mikill mannskapur á staðnum. „Þetta er mikið tjón, það er eitt hús sem verður ekki búið í á næstunni. Þar fóru járnplötur af þakinu, lak inn og það er allt ónýtt þar inni í þeim hluta hússins sem þakið fór. Svo er að leka inn í önnur hús sem rifnaði af. Næstu dagar fara í að loka því og koma í veg fyrir að það leki inn í húsin,“ segir Margeir. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, urðu engin slys á fólki fyrr en í gærkvöldi, þegar veðrið var gengið yfir. Vegur í Berufirði hafði rofnað vegna vatnavaxta og var bíl ekið ofan í sprunguna í veginum. Hann segir tvo hafa slasast lítillega og voru viðkomanid fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað.
Veður Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Tengdar fréttir „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. 6. febrúar 2025 17:34
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. 6. febrúar 2025 12:13
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21