Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun