Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 23:29 Ippei Mizuhara, fyrrum túlkur stórstjörnunnar Shohei Ohtani, gengur framhjá fjölda fjölmiðlamanna fyrir utan réttarsalinn. Getty/ Jeff Gritchen Ippei Mizuhara var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela pening af skjólstæðingi sínum. Mál Mizuhara hefur vakið mikla athygli en skjólstæðingur hans er Shohei Ohtani, besti hafnarboltamaður heims. Mizuhara var túlkur Ohtani þegar stórstjarnan kom til Bandaríkjunum frá Japan til að spila í bandarísku hafnaboltadeildinni. Ohtani treysti túlki sínum það mikið að hann hafði aðgengi að peningum leikmannsins. Mizuhara glímdi við mikla veðmálafíkn sem hann missti algjörlega stjórn á. Hann er talinn hafi stolið sautján milljónum dollara, um 2,4 milljörðum íslenskra króna, frá Ohtani til að fjármagna veðmál sín. ESPN segir frá. Shohei Ohtani's former translator, Ippei Mizuhara, has been sentenced to 57 months in prison and ordered to pay nearly $17M in restitution to Ohtani, per @SamBlum3 More here: https://t.co/X0AhTzeSJC pic.twitter.com/Mz6bgo38wj— Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2025 Hinn fertugi Mizuhara bað Ohtani innilega afsökunar í réttarsalnum. Hann þarf að sitja 57 mánuði í fangelsi og fær þrjú ár að auki skilorðsbundin. Hann þarf einnig að borga þessa sautján milljónir dollara til baka auk þess að borga skattinum 1,1 milljónir dollara. Hvernig hann fer að því er önnur saga. Mizuhara byrjar að taka út dóminn 24. mars en siðan er búist við því að honum verði vísað úr landi. Mizuhara starfaði fyrir Los Angeles Dodgers sem túlkur en félagið rak hann þegar komst upp að hann hafði fært milljónir af reikningi leikmannsins til ólöglegs veðmangara. Mizuhara stal á endanum næstum því helmingi þess sem Ohtani vann sér inn fyrir að spila í MLB deildinni. Hann viðurkenndi að hafa lagt inn um nítján þúsund veðmál og að hann hafi safnað sér meira en fjörutíu milljónum dollara í skuldir vegna þeirra. BREAKING: Ippei Mizuhara, the former interpreter for MLB star Shohei Ohtani, was sentenced to 57 months in federal prison on Thursday on charges related to stealing nearly $17 million from the Dodgers player. pic.twitter.com/y9gW71Cq06— ABC News Live (@ABCNewsLive) February 6, 2025 Hafnabolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Mál Mizuhara hefur vakið mikla athygli en skjólstæðingur hans er Shohei Ohtani, besti hafnarboltamaður heims. Mizuhara var túlkur Ohtani þegar stórstjarnan kom til Bandaríkjunum frá Japan til að spila í bandarísku hafnaboltadeildinni. Ohtani treysti túlki sínum það mikið að hann hafði aðgengi að peningum leikmannsins. Mizuhara glímdi við mikla veðmálafíkn sem hann missti algjörlega stjórn á. Hann er talinn hafi stolið sautján milljónum dollara, um 2,4 milljörðum íslenskra króna, frá Ohtani til að fjármagna veðmál sín. ESPN segir frá. Shohei Ohtani's former translator, Ippei Mizuhara, has been sentenced to 57 months in prison and ordered to pay nearly $17M in restitution to Ohtani, per @SamBlum3 More here: https://t.co/X0AhTzeSJC pic.twitter.com/Mz6bgo38wj— Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2025 Hinn fertugi Mizuhara bað Ohtani innilega afsökunar í réttarsalnum. Hann þarf að sitja 57 mánuði í fangelsi og fær þrjú ár að auki skilorðsbundin. Hann þarf einnig að borga þessa sautján milljónir dollara til baka auk þess að borga skattinum 1,1 milljónir dollara. Hvernig hann fer að því er önnur saga. Mizuhara byrjar að taka út dóminn 24. mars en siðan er búist við því að honum verði vísað úr landi. Mizuhara starfaði fyrir Los Angeles Dodgers sem túlkur en félagið rak hann þegar komst upp að hann hafði fært milljónir af reikningi leikmannsins til ólöglegs veðmangara. Mizuhara stal á endanum næstum því helmingi þess sem Ohtani vann sér inn fyrir að spila í MLB deildinni. Hann viðurkenndi að hafa lagt inn um nítján þúsund veðmál og að hann hafi safnað sér meira en fjörutíu milljónum dollara í skuldir vegna þeirra. BREAKING: Ippei Mizuhara, the former interpreter for MLB star Shohei Ohtani, was sentenced to 57 months in federal prison on Thursday on charges related to stealing nearly $17 million from the Dodgers player. pic.twitter.com/y9gW71Cq06— ABC News Live (@ABCNewsLive) February 6, 2025
Hafnabolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira