Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 21:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segist hafa fullan skilning á ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa verið meðvitaður um hvað stóð til á fundi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með oddvitum meirihlutans í borgarstjórn í kvöld þar sem Einar tilkynnti að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfinu. „Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. „Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi... Það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til. Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið í dag.“ Var Einar í samskiptum við þig um þetta fyrir fundinn í kvöld? „Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn.“ Þannig að hann var búinn tilkynna þér um þessa ákvörðun fyrir þennan fund? „Já, ég var mjög vel meðvitaður um það. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður Ingi það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins, líkt og boðað hefur verið. „Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir,“ segir Sigurður Ingi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
„Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. „Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi... Það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til. Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið í dag.“ Var Einar í samskiptum við þig um þetta fyrir fundinn í kvöld? „Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn.“ Þannig að hann var búinn tilkynna þér um þessa ákvörðun fyrir þennan fund? „Já, ég var mjög vel meðvitaður um það. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður Ingi það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins, líkt og boðað hefur verið. „Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir,“ segir Sigurður Ingi
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01