„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:40 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í skýjunum eftir dramatískan tveggja marka sigur í dag. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. „Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu. Fram Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti