Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun