Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 13:04 Ásgeir Jónsson hefur verið formaður handknattleiksdeildar FH undanfarin ellefu ár. Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson HSÍ Handbolti Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
HSÍ Handbolti Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira