Paulo Dybala skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum á 57. mínútu eftir að Alessandro Marcandalli braut á Angelino inni í vítateig Venezia.

Mikael Egill byrjaði á hægri kantinum en var tekinn af velli á 71. mínútu fyrir Bjarka Stein, sem hefur nú komið við sögu í síðustu fimm leikjum eftir töluverða bekkjarsetu fyrri helming tímabils.
Mikael Egill var nýlega keyptur til Genoa en mun spila fram að vori með Venezia, þar sem hann hefur verið lykilmaður á tímabilinu.
Venezia er í fallbaráttu og situr nítjánda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 24 umferðir.