Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 09:31 Íslenskt kraftlyftingafólk náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum MYND: Kraft Það má með sanni segja að íslenskt kraftlyftingafólk hafi verið áberandi á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum um nýliðna helgi. Dagmar Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet sex sinnum á mótinu. Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg. Kraftlyftingar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira
Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg.
Kraftlyftingar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira