Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 12:16 Daniel Ortega, forseti Níkaragva, (með hljóðnema) við hlið vinar síns Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Báðir hafa fært lönd sín lengra og lengra í átt að einræðisríkjum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum. Níkaragva Páfagarður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum.
Níkaragva Páfagarður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira