Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 14:46 Mikaela Shiffrin þarf tíma til að jafna sig andlega eftir slysið í nóvember. Getty/Paul Brechu Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki. Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni. Skíðaíþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Shiffrin, sem unnið hefur 99 heimsbikarmót á sínum glæsilega ferli, var stálheppin að ekki skyldi fara verr þegar það stakkst gat á kvið hennar við fall á heimsbikarmóti í Killington í nóvember. Shiffrin ætlaði þar að ná þeim miklu tímamótum að vinna sitt hundraðasta heimsbikarmót en er núna enn að jafna sig andlega eftir slysið. Þrátt fyrir að vera mætt á HM þá hefur Shiffrin nú ákveðið að taka ekki þátt í stórsviginu á mótinu en keppt verður í því á fimmtudaginn. „Ég er andlega hindruð frá því að komast á næsta stig í hraða og að setja kraft í beygjurnar,“ sagði Shiffrin í talskilaboðum til AP fréttastofunnar. „Þessi mikla sálræna barátta, sem er eins og áfallastreituröskun, er enn meiri glíma en ég bjóst við. Ég hélt að þegar við myndum lenda í Evrópu og fengjum reglulegar æfingar þá myndi ég bæta mig skref fyrir skref, og að ástríðan og löngunin til að keppa myndu yfirstíga allan ótta sem ég glímdi við,“ sagði Shiffrin. Keppir í liðakeppni á morgun Ekki liggur fyrir hvað það var sem stakkst inn í kvið Shiffrin í nóvember en hún hefur sjálf sagt líklegast að um toppinn á skíðastaf hennar hafi verið að ræða. Aðeins hafi munað millímetrum að meiðslin gætu orðið lífshættuleg. Shiffrin sneri aftur til keppni í síðasta mánuði þegar hún varð í 10. sæti í svigi á móti í Frakklandi og hún stefnir enn á að keppa í svigi, sem er hægari og því hættuminni grein en stórsvig, á HM á laugardaginn. Shiffrin ætlar einnig að keppa á morgun í nýju liðakeppninni þar sem tveir og tveir keppa saman í liði, þar sem annar keppandi keppir í svigi en hinn í bruni, og samanlagður tími gildir. Shiffrin mun því keppa í svigi með Breezy Johnson sem keppir í bruni en Johnson er nýkrýndur heimsmeistari í bruni.
Skíðaíþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira