Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar 11. febrúar 2025 09:45 Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi. Ég er í Háskóla Íslands að leggja stund á hagfræði, en ég hefði aldrei komist þangað án kennara sem veittu mér leiðsögn, hvöttu mig áfram og kenndu mér að beita gagnrýnni hugsun. Það er því sorglegt að kennarar njóta ekki þeirrar virðingar og launakjara sem endurspegla það þjóðhagslega verðmæti sem þeir skapa. Kennarar eru burðarás lýðræðislegra samfélaga. Þeir kenna börnum að lesa, skrifa, reikna og tjá sig – en umfram allt efla þeir gagnrýna hugsun, sem er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu. Hvernig getum við tryggt sterkar lýðræðisstofnanir ef kennarar geta ekki sinnt hlutverki sínu við að mennta unga kynslóð og notið virðingar og mannsæmandi launa? Menntakerfið er líka grunnstoð hagvaxtar. Án þess getum við ekki byggt upp samfélag sem stenst kröfur framtíðarinnar. Það eru kennarar í grunnskólum sem leggja grunninn að þekkingu og hæfni sem síðar nýtist í nýsköpun, tækniþróun og verðmætasköpun. Vanræksla menntunar í dag kostar okkur framtíðina. Við verðum að endurmeta afstöðu okkar til kennarastarfsins. Kennarar eru sérfræðingar í menntun barna, og rétt eins og við treystum heilbrigðisstarfsfólki fyrir lífi okkar, treystum við kennurum fyrir framtíðinni. Við verðum að greiða þeim laun sem endurspegla mikilvægi starfsins og veita þeim skilyrði til að sinna því af fagmennsku og metnaði. Það er óásættanlegt að menntakerfið byggi á ómetanlegu starfi kennara, en þeir þurfi sjálfir að berjast fyrir lágmarksviðurkenningu í formi launa og starfsumhverfis. Ef við metum framtíðina, verðum við að virða kennara í verki. Því það eru viðsjárverðir tímar, besta vörnin eru menntaðir borgarar. Krefjumst betri kjara fyrir kennara. Krefjumst eflingar menntakerfisins. Höfundur er hagfræðinemi við Háskóla Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun