Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 16:47 Viktor, til vinstri, er hér í titilbardaga sínum. mynd/mjölnir Keppendur úr Mjölni stóðu í ströngu um síðustu helgi þegar fjórir þeirra tóku þátt í Goliath Fight Series MMA keppninni í Skotlandi á laugardagskvöldið. Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið. MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira