Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2025 14:10 Hildur vildi vita hvort Kristrún tæki undir með Ingu þar sem hún talaði um óvandaða falsfréttamiðla. Kristrún sagði að almennt ættu ráðamenn ekki að svara með þeim hætti sem Inga gerði, en fólki gæti hins vegar fundist ómaklega að sér sótt. vísir/vilhelm Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla? Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira