Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 20:59 Valdímír Pútín og Donald Trump funduðu saman árið 2019. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump segir samband Rússa og Bandaríkjamanna fara batnandi. Mikhail Svetlov/Getty Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur). Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur).
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59