Borussia Dortmund er í frábærum málum eftir 3-0 sigur á Sporting í Portúgal.
Staðan var markalaus í hálfleik en öll mörkin komu á síðasta hálftímanum.
Serhou Guirassy kom Dortmund í 1-0 á 60. mínútu, Pascal Gross bætti við öðru makri á 68. mínútu og Karim Adeyemi innsiglaði sigurinn á 82. mínútu.
Julian Brandt lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið. Seinni leikurinn er á heimavelli Dortmund.
Juventus var aftur á móti á heimavelli en vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven þar sem sigurmarkið kom átta mínútum fyrir leikslok.
Weston McKennie kom Juventus í 1-0 á 34. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 56. mínútu.
Þannig var staðan þar til að varamaðurinn Samuel Mbangula skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.
Real Madrid og Paris Saint Germain unnu bæði góða útisigra í hinum leikjum kvöldsins.