Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 22:35 Elín Ebba Ásmundsdóttir er varaformaður Geðhjálpar. Geðhjálp Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar segir áríðandi að auka jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við geðsjúkdóma. Það þurfi auk þess að gefa fólki val um úrræði og lyf. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi einangrist ekki, þá sé meiri hætta á að raddirnar taki yfir. Elín Ebba fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er þegar þú skynjar heiminn en svona gengur og gerist. Þú heyrir raddir eða sérð sýnir. Það hefur áhrif á talmáta þinn,“ segir Elín Ebba um það hvað geðrof sé. Það séu margir sem skynji heiminn með öðrum hætti en séu samt sem áður í vinnu eða skóla. „Þau geta tekist á við lífið en það er þegar þetta fer að raska lífinu, þannig að þú getur ekki tekist á við daglegar athafnir, sem þetta fer svona yfir í eitthvað sem við köllum sjúkdóm. En það er fólk sem heyrir raddir og það truflar það ekki neitt. Það lærir að lifa með þessu,“ segir Elín Ebba og að það verði hluti af þeirra persónuleika. Það sem fólk heyri í fréttum um geðrof í tengslum við einhver voðaverk sé það líklega þannig að raddirnar hafi tekið yfir og séu farnar að stjórna manneskjunni. Í verstu tilfellunum endi það með voðaverki. „Þetta gerist oft í bernsku og er oft afleiðing af áföllum.“ Elín Ebba segir „venjulegt fólk“ vera með varnir til að verja sjálfið svo við verðum ekki döpur þegar við fáum gagnrýni eða eitthvað slíkt. Lendi fólk í mörgum stórum áföllum með stuttu millibili hafi það ekki lengur orkuna sem þarf til að verja sig með þessum hætti. „Þá bara minnkar orkan í varnarhættina og í staðinn förum við að breyta raunveruleikanum til að lifa af.“ Raddirnar taki yfir Hún segir allar raddirnar hafa tilgang en fyrir þau sem hafi ekki upplifað geðrof sé skiljanlegt að fyrir þeim hljómi það óskiljanlegt. Hún segir fólk líka geta farið í geðrof við það að neyta vímuefna auk þess sem ADHD lyf geti framkallað geðrof. Lyfin séu í sjálfu sér ekki slæm heldur geti bara ekki allir meðtekið þau. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi sé ekki einangrað. Sé það einangrað í langan tíma sé líklegra að raddirnar taki yfir. Eigi alls ekki að vera ein „Þess vegna er svo mikilvægt að svona einstaklingar, sem eru að fást við þetta, sérstaklega ef raddirnar eru að segja þeim að gera hluti sem ekki eru viðurkenndir í samfélaginu, að láta þá ekki afskipta. Það gerir það alltaf verra.“ Hún segir það oft hjálpa fólki í geðrofi að ræða við aðra sem hafa lent í því sama. Lyf virki ekki með sama hætti fyrir alla. Sumir einfaldlega vilji lifa með röddunum eða „sjúkdómnum“ og læri að gera það. Elín Ebba segir að það þurfi að gefa fólki val um úrræði og meðferð. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38 Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. 22. janúar 2025 12:03 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
„Það er þegar þú skynjar heiminn en svona gengur og gerist. Þú heyrir raddir eða sérð sýnir. Það hefur áhrif á talmáta þinn,“ segir Elín Ebba um það hvað geðrof sé. Það séu margir sem skynji heiminn með öðrum hætti en séu samt sem áður í vinnu eða skóla. „Þau geta tekist á við lífið en það er þegar þetta fer að raska lífinu, þannig að þú getur ekki tekist á við daglegar athafnir, sem þetta fer svona yfir í eitthvað sem við köllum sjúkdóm. En það er fólk sem heyrir raddir og það truflar það ekki neitt. Það lærir að lifa með þessu,“ segir Elín Ebba og að það verði hluti af þeirra persónuleika. Það sem fólk heyri í fréttum um geðrof í tengslum við einhver voðaverk sé það líklega þannig að raddirnar hafi tekið yfir og séu farnar að stjórna manneskjunni. Í verstu tilfellunum endi það með voðaverki. „Þetta gerist oft í bernsku og er oft afleiðing af áföllum.“ Elín Ebba segir „venjulegt fólk“ vera með varnir til að verja sjálfið svo við verðum ekki döpur þegar við fáum gagnrýni eða eitthvað slíkt. Lendi fólk í mörgum stórum áföllum með stuttu millibili hafi það ekki lengur orkuna sem þarf til að verja sig með þessum hætti. „Þá bara minnkar orkan í varnarhættina og í staðinn förum við að breyta raunveruleikanum til að lifa af.“ Raddirnar taki yfir Hún segir allar raddirnar hafa tilgang en fyrir þau sem hafi ekki upplifað geðrof sé skiljanlegt að fyrir þeim hljómi það óskiljanlegt. Hún segir fólk líka geta farið í geðrof við það að neyta vímuefna auk þess sem ADHD lyf geti framkallað geðrof. Lyfin séu í sjálfu sér ekki slæm heldur geti bara ekki allir meðtekið þau. Hún segir mikilvægt að fólk í geðrofi sé ekki einangrað. Sé það einangrað í langan tíma sé líklegra að raddirnar taki yfir. Eigi alls ekki að vera ein „Þess vegna er svo mikilvægt að svona einstaklingar, sem eru að fást við þetta, sérstaklega ef raddirnar eru að segja þeim að gera hluti sem ekki eru viðurkenndir í samfélaginu, að láta þá ekki afskipta. Það gerir það alltaf verra.“ Hún segir það oft hjálpa fólki í geðrofi að ræða við aðra sem hafa lent í því sama. Lyf virki ekki með sama hætti fyrir alla. Sumir einfaldlega vilji lifa með röddunum eða „sjúkdómnum“ og læri að gera það. Elín Ebba segir að það þurfi að gefa fólki val um úrræði og meðferð.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38 Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. 22. janúar 2025 12:03 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
„Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38
Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. 22. janúar 2025 12:03