Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 10:30 Aron Elís Þrándarson og félagar munu standa í ströngu í Helsinki á morgun. Samsett/Vísir/Twitter Þó að Víkingar neyðist til að eiga sína stóru stund á morgun í Finnlandi, vegna bjargarleysis í vallarmálum á Íslandi, þá ættu aðstæður að henta þeim betur en gríska liðinu Panathinaikos. Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira