Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 13:16 Vegir hafa víða farið illa í íslenskri veðráttu en samkvæmt nýrri skýrslu er vegakerfið meðal þeirra innviða sem svokölluð innviðaskuld bitni hvað verst á. Vísir/Vilhelm Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“ Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í Hörpu í hádeginu í dag. Í skýrslunni er fjallað um ástand og framtíðarhorfur inviða á Íslandi. Þessi mikla innviðaskuld er sögð draga úr lífskjörum landsmanna að því er fram kemur í skýrslunni. Framtíðarhorfur eru metnar hvað verstar fyrir vegakerfið, hafnir, vatnsveitur, flugvelli og lendingarstaði að Keflavíkurflugvelli frátöldum. Einnig er lagt mat á endurstofnvirði innviða á Íslandi sem er áætlað um 6.700 milljarðar króna. Það jafngildir 147% af vergri landsframleiðslu og er að sögn hærra hlutfall en „í flestum öðrum löndum“. Taflan sýnir samantekt af helstu niðurstöðum skýrslunnar sem fjallar um stöðu og ástand innviða á Íslandi.Samtök iðnaðarins Innviðum var gefin einkunn á skalanum 1 til 5 og var niðurstaðan 3. „Einkunnin 3 gefur til kynna að umtalsvert viðhald sé nauðsynlegt til að halda starfsemi innviða gangandi og að verulega fjárfestingu þurfi til að bæta ástand þeirra til lengri tíma,“ segir um einkunnagjöfina. Taflan hér að ofan sýnir einmitt einkunnagjöf fyrir einstaka innviðaflokka auk upplýsinga um endurstofnsvirði, uppsafnaða viðhaldsskuld og mat á framtíðarhorfum. Meðal annarra niðurstaðna sem þar eru reifaðar er að íslenskt innviðakerfi hafi ekki fylgt eftir vexti hagkerfisins. „Hægur vöxtur innviðakerfisins er hamlandi fyrir framtíðarvaxtarmöguleika hagkerfisins og getur haft alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins,“ segir meðal annars. Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsVísir/Egill Þá er sagt sláandi að staða innviða hafi ekki farið batnandi á undanförnum árum þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Þetta vekji upp spurningar um viðnámsþrótt samfélagsins og hvort innviðir hafi burði til þess að virka sem skyldi þegar á reynir og því nauðsynlegt að bregðast við. Skuldum safnað í formi vanræktra innviða „Má með réttu segja að viðhaldsskuldin sé form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera þar sem ríki og sveitarfélög eru að velta skuld yfir á komandi kynslóðir með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi. Kostnaðurinn af slíkri skuldasöfnun fyrir samfélagið allt er mikill í formi minni afkastagetu og lægra þjónustustigs,“ segir í helstu niðurstöðum. Hagsmunasamtökin sem standa að skýrslunni kalla eftir því að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og ráðist í aðgerðir. „Með því að nýta þá möguleika sem fjárfesting í innviðum býður upp á er hægt að styrkja stoðir samfélagsins og leggja grunn að bættum lífsgæðum til framtíðar. Aukin innviðafjárfesting getur verið lykill að sjálfbærum hagvexti.“
Vegagerð Byggingariðnaður Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira